Nafnið Hörgárbyggð fékk flest atkvæði í sameinuðu sveitarfélagi

Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps á laugardag, var gerð könnun á viðhorfi til fimm möguleika á nafni á hið sameinaða sveitarfélag. Niðurstaða könnunarinnar varð sú að nafnið Hörgðarbyggð fékk lang flest atkvæði eða 185.  

Hörgársveit fékk 87 atkvæði, Möðruvallasveit fékk 35 atkvæði, Hörgárhreppur fékk 9 atkvæði og Möðruvallahreppur 5 atkvæði. Það kemur í hlut nýrrar sveitarstjórnar að taka endanlega ákvörðun nafn sveitarfélagsins.

Nýjast