Samningurinn tekur til meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 3. flokks karla og jafnframt N1-mótsins í knattspyrnu fyrir fimmta aldursflokk fyrstu helgina í júlí.
Samningurinn var undirritaður í KA-heimilinu í gær, en eins og kunnugt er stendur N1-mót KA nú yfir á KA-svæðinu.