N1- mót KA hefst í dag

Hið árlega N1- mót KA í knattspyrnu hefst í dag kl 15:00 og verða síðustu leikirnir spilaðir kl 17:00 á laugardaginn. Gríðarlega góð þátttaka er á mótinu í ár og eru 144 keppnislið frá 35 félagsliðum sem taka þátt. Keppt er flokki A-, B-, C-, D- og E- liða. Magnús Sigurólason í mótstjórn segir mótið í ár vera það fjölmennasta frá upphafi og færri lið komast að en vilja. “Við komum ekki fleiri liðum að, það er allt orðið fullt og það eru meira að segja tvö lið í biðstöðu hjá okkur”.

Magnús segir að á meðan að önnur knattspyrnumót séu að minnka í kreppuástandinu í landinu þá sé N1- mótið að færast í aukana. “Það er nú bara útaf þessu frábæra liði sem er starfa hérna í kringum þetta, við sameinuðumst öll um það að taka brosandi á móti gestum okkar því það virkar langbest og það eru allir velkomnir til okkar, hvort sem þeir eru þriggja ára eða 73 ára,” segir Magnús að lokum.

Nýjast