Mótorhjólasýning í Mótor- hjólasafninu á Akureyri

Nú stendur yfir sýning á mótorhjólum af ýmsum stærðum og gerðum í Mótorhjólasafninu á Akureyri. Alls eru til sýnis 44 hjól í eigu safnsins og einnig myndir. Húsnæði safnsins á Krókeyri er enn í byggingu, sýningin er á neðri hæðinni og verður hún einnig opin á morgun sunnudag. Mótorhljólasafnið á um 50 mótorhjól og mikið magn af hjólatengdum munum og ljósmyndum sem spanna alla sögu mótorhjólsins á Íslandi.  

Safnið er stofnað til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson, sem lést í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Snigla sumarið 2006. Heiðar eða Heiddi eins og hann var ætíð kallaður, var af flestum bifhjólamönnum á Íslandi talinn mesti hjólamaður á landinu, jafnvígur á hvaða hjól sem er. Hann  hafði í mörg ár safnað mótorhjólum og hjólatengdum munum og hafði lengi átt sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Heiðar lét eftir sig vel á þriðja tug hjóla og mikið magn bifhjólatengdra hluta.

Nýjast