Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri segir það skref aftur til myrkrar fortíðar að koma fram af virðingar- og tillitsleysi við aldraða á ævikvöldi með þeim hætti og gert var við lokun Sels. Aldraðir eigi þá kröfu að þjóðfélagið og stofnanir þess geri þeim kleyft að ljúka æviskeiði sínu með reisn. Stjórnin mótmælir jafnframt lokun göngudeildar geðfatlaðra við Skólastíg og skorar á stjórnendur Sjúkrahússins að hætta við lokun hennar.