Margoft hefur verið bent á rökin fyrir þessari afstöðu m.a. reynslu af fyrri sameiningu, vaxandi mikilvægis þessara atvinnugreina og viðkvæmrar stöðu þeirra vegna aðildarviðræðna við ESB. En á það er ekki hlustað. Samtökin hljóta að spyrja sig hvort það sé beinlínis stefna ríkisstjórnarinnar að valda þessum grunnatvinnuvegum fjárhagslegu tjóni. Mikil er skömm þeirrar ríkisstjórnar sem telur sig vera málsvara landsins alls ef hún ætlar að þröngva málinu í gegn í blóra við vilja þessara atvinnugreina.
Stjórn LS vonast enn til þess að mál þetta verði tekið af dagskrá og ríkisstjórnin snúi sér að mikilvægari málum. Ekki mun af veita, segir í fréttatilkynningu LS sem samþykkt var á fundi í dag.