Þess er krafist að þjóðinni verði kynnt öll skilyrði fyrir AGS-láninu og áætlun um endurgreiðslu, á mannamáli.
Til skýringar:Sendinefnd frá AGS kom til landsins á fimmtudaginn var og Alþingi hefur verið á öðrum endanum vegna þess. Íslensk stjórnvöld ákváðu í haust að biðja AGS um lán og undirgangast þau skilyrði sem því fylgja.
Við vitum ekki hver þau skilyrðin eru.
Við vitum bara að sjóðurinn hefur hingað til staðið gegn lækkun vaxta.
Við vitum að meginprinsipp sem sjóðurinn hefur hingað til fylgt eru;
a) einkavæðing/markaðsvæðing
b) opnun hagkerfis / afnám viðskiptahamla
c) niðurskurður ríkisútgjalda.
Við vitum líka að flest ríki sem þegið hafa lán sjóðsins hafa að meira eða minna tapað fullveldi sínu. Má þar nefna Jamaica, Ecvador, Tanzanía og fleiri lönd.
Í Morgunblaðinu stendur að sendinefnd sjóðsins muni fyrst funda með fjármálaráðuneytinu „um heildstæða áætlun stjórnvalda þegar kemur að ríkisfjármálum, og hvernig næstu fjárlög muni líta út."
Nefndin ætlar síðan að leggja skýrslu fyrir stjórn AGS„ Stjórn sjóðsins tekur svo afstöðu til hennar og endurskoðar efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda ef tilefni þykir til."
Hljómar þetta eins og við búum í fullvalda ríki??
Mætum og látum í okkur heyra, segir í fréttatilkynningu.