Með breytingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir, Hafnarstræti 78 og 80, þar sem starfrækja á KFC veitingastað og sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Undirskriftasöfnunin hófst á netinu þann 9. ágúst sl. og stóð til dagsins í dag. Orri Gautur sagðist ánægður með þátttökuna. Geir Kristinn sagði að ákveðið hafi verið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna, til þess að fá fram viðbröðg bæjarbúa, en að ekki hafi verið tekin afstaða til málsins innan meirihlutans. Skipulagsnefnd fær málið aftur til umfjöllunar, áður en það kemur til afgreiðslu bæjarstjórnar.