Leikurinn fór rólega af stað en það dró til tíðinda á 16. mínútu. Þá fékk Gísli Páll Helgason boltann inn í teig gestanna og skoraði í fjærhornið og kom heimamönnum yfir. Það tók Leiknis menn aðeins sjö mínútur að jafna leikinn og það mark kom með góðum skalla frá Einari Erni Einarssyni eftir hornspyrnu. Þegar þrjár mínútur voru til leikhlés komust gestirnir yfir með góðu skoti utan úr teig frá Fannari Þór Arnarssyni. Staðan í hálfleik 1-2 Leiknir R. í vil.
Þórsarar voru þó langt frá því að leggja árar í bát. Á 55. mínútu leiksins jafnaði Ármann Pétur Ævarsson leikinn með laglegu skoti í fjærhornið. Fimm mínútum síðar komust Þórsarar yfir með glæsilegu skalla marki frá fyrirliðanum, Hreini Hringssyni og staðan orðin 3-2 fyrir heimamenn. Það var svo Einar Sigþórsson sem gulltryggði sigur Þórs átta mínútum fyrir leikslok, þegar hann skoraði með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna. Lokatölur á Akureyrarvelli 4-2 sigur Þórs.
Eftir leikinn hefur Þór 16 stig eftir 14. umferðir og situr í 9. sæti deildarinnar.