Mikilvægt að ráðast í viðhald mannvirkja til að fjölga störfum

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar leggur áherslu á mikilvægi þess að farið sé í sérstakt viðhald mannvirkja í eigu Akureyrarbæjar til þess að fjölga störfum um leið og mikilvægum viðhaldsverkefnum er komið í farveg. Á síðasta fundi stjórnar voru kynntar hugmyndir að verkefnum er varða endurbætur á stúku á Akureyrarvelli og lagfæringu á girðingum umhverfis Lystigarðinn.  

Einnig var framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrabæjar, Guðríði Friðriksdóttur, falið að skoða með viðhald á girðingum, annars vegar  umhverfis andapollinn við Sundlaug Akureyrar og hins vegar girðinguna milli Menntaskólans og Lystigarðsins.

Nýjast