Lögreglan á Dalvík hefur haft í nógu að snúast að undanförnu en gríðarlegur mannfjöldi hefur verið í bænum
í tengslum við Fiskidaginn mikla en hátíðahöldin náðu hámarki í gær. Talið er að á milli 20 og 30 þúsund
manns hafi sótt bæinn heim. Mikil ölvun var í bænum en skemmtanahald fór þó að mestu friðsamlega fram.
Nokkur minniháttar fíkniefnamál komu upp, eitthvað var um pústra og ölvunarakstur og ein líkamsárás hefur verið kærð.
Lögreglan fylgist nú með þeim ökumönnum sem yfirgefa bæinn og lætur marga blása í áfengismæli.