Til að bregðast við þessum áformum verður boðað til borgarafundar næsta fimmtudag klukkan 17:00 í félagsheimilinu á Húsavík. Þingmönnum kjördæmisins, auk heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, hefur verið boðið að sitja fundinn. Stéttarfélögin skora á Þingeyinga að fjölmenna á fundinn. Þá skora stéttarfélögin jafnframt á alla Þingeyinga, sem hafa aðgang að flaggstöngum, að flagga í hálfa stöng á fimmtudaginn og sýna þannig í verki samstöðu gegn þessum tillögum, sem munu verulega raska búsetuskilyrðum á svæðinu gangi þær eftir.