Mikil ónægja hjá Nökkva með frestun framkvæmda

Mikil óánægja er innan Siglingaklúbbsins Nökkva með þær fyrirætlanir bæjaryfirvalda á Akureyri að fresta framkvæmdum við uppbyggingu fyrir siglingamenn. Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva og félagar hans hafa eytt mörgum árum í undirbúning þessa verkefnis og hann er allt annað en ánægður með stöðuna. Hann sagði að ekki yrði hlaupið að því að fá fólk til starfa fyrir klúbbinn í framhaldinu og að mönnum væri skapi næst að skila inn lyklunum að starfseminni og eftirláta bænum reksturinn. Bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að leggja fram 10 milljónir króna í ár til framkvæmda og sömu upphæð á næsta ári en nú hefur verið hætt við það. Þau benda á að framkvæmdin kalli á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins og jafnvel að landfylling þar þurfi í umhverfismat.

Nýjast