Mikið um gleði og bros á "Ein með öllu og allt undir"

Um átta til tíu þúsund gestir sóttu hátíðina, “Ein með öllu og allt undir”, sem haldin var hér á Akureyri um helgina. Margrét Blöndal, framkvæmdastjóri hátíðinnar, er hæstánægð með helgina.

“Ég held að við getum bara verið voða glöð og það sem við lögðum upp með, að hafa þetta skemmtilegt, elskulegt og mikið um bros held ég að hafi bara tekist. Það var svo elskuleg stemmning í bænum, enginn æsingur og læti, fólk var bara voðalega glatt.“

Hátíðin endaði með glæsilegri flugeldasýningu á Akureyrarvelli þar sem stemmningin var frábær og mikill fjöldi manns í brekkunni. “Ég hef aldrei séð svona flotta flugeldasýningu áður, stemmningin var alveg æðisleg, ég hélt að völlurinn myndi bara springa og það voru allir svo tilbúnir að vera með og vera þátttakendur en ekki þiggjendur,” sagði Margrét Blöndal, næstum alsæl með helgina.

Nýjast