Mikið tjón á umferðarljósum og ljósastaurum á Akureyri

Töluvert hefur verið um það í vetur að keyrt hafi verið á ljósastaura og umferðarljós og segir Gunnþór Hákonarson verkstjóri hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar að mikið tjón hafi hlotist af. „Já það hefur verið óvenju mikið um að ekið hafið verið á þetta. Allt er þetta að vísu tryggt en engu að síður er þarna um að ræða mikið tjón," sagði Gunnþór. Alls hafa orðið tjón á átta umferðarmerkjum, fimm umferðarljósamöstrum eða gangbrautarljósum og fimm ljósastaurum. Nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi í dag.

Nýjast