16. nóvember, 2010 - 11:44
Fréttir
Það hefur verið nóg að gera á fæðingardeild FSA það sem af er ári, enda hafa fæðingar aldrei verið fleiri en í
ár. Flestar fæðingar, frá stofnun deildarinnar, voru árið 1990, eða 461 fæðing en sl. fimmtudag, þann 11. nóvember voru
fæðingar orðnar 462 og í dag, 16. nóvember, eru fæðingarnar orðnar 470, samkvæmt upplýsingum Ingibjargar H. Jónsdóttur,
yfirljósmóður.
Ingibjörg segir að reikna megi með því að fæðingar verði um 500 ár árinu. Á síðasta ári voru fæðingar
446 en þeim fjölda náði deildin um síðustu mánaðamót.