Meirihluti vill semja við núverandi handhafa um veiðiheimildir gegn gjaldi

Meirihluti kjósenda eða 51,7% vill semja við núverandi handhafa fiskveiðiheimilda um veiðiheimildir gegn gjaldi eins og lagt er til í svokallaðri samningaleið. Þetta er niðurstaða könnunar sem fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR, vann fyrir LÍÚ dagana 5. -8. október sl.  

Spurningin sem lögð var fyrir þátttakendur hljóðaði þannig: „Meirihluti starfshóps, sem sjávarútvegsráðherra skipaði til þess að endurskoða lög um stjórn fiskveiða, lagði í byrjun september 2010 til að farin yrði svokölluð samningaleið í sjávarútvegi. Samningaleiðin byggir á því að ríkið geri samninga við núverandi handhafa fiskveiðiheimilda um veiðiheimildir gegn gjaldi. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að þessi leið verði farin?"

Alls sögðust 51,7% vera mjög eða frekar hlynntir þessari leið en 48,3% sögðust mjög eða frekar andvíg því að hún væri farin. Svör fengust frá 830 manns en 39% svarenda tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Þetta kemur fram á vef LÍU.

Nýjast