Mateja Zver í liði ársins

Mateja Zver var valinn í lið ársins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en lokahóf KSÍ fór fram á Brodway sl. helgi. Mateja átti frábært tímabil með Þór/KA í sumar og fékk m.a. silfurskóinn fyrir að vera önnur markahæst í deildinni. Mateja skoraði 16 mörk í 18 leikjum í deildinni. Þá átti Þór/KA einnig bestu stuðningsmenn landsins í kvennaflokki. 

Lið ársins í Pepsi-deild kvenna var þannig skipað:  

  • María Björg Ágústsdóttir (Valur)
  • Embla Sigríður Grétarsdóttir (Valur)
  • Katrín Jónsdóttir (Valur)
  • Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
  • Lidija Stojkanovic (Fylkir)
  • Katie McCoy (Stjarnan)
  • Sara Björk Gunnarsdóttir (Breiðablik)
  • Dóra María Lárusdóttir (Valur)
  • Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
  • Rakel Logadóttir (Valur)
  • Mateja Zver (Þór/KA)
Þjálfari ársins var Freyr Alexanderson úr Val.

Nýjast