Að sögn Sigþórs Kjartanssonar skipstjóra, á heimasíðu Ramma, var veiðin fyrri hluta túrsins rétt utan við 200 mílna landhelgina en seinni hlutann var veiðin nánast á landhelgislínunni og rétt innan við hana. Karfinn sem skipið fékk var góður og blíðuveður var fyrri part veiðiferðar en kaldaskítur undir lokin. Eftir sjómannadag er stefnan svo aftur sett á Reykjaneshrygginn.