„Man enginn eftir öðru eins”

Golfarar á Jaðarsvelli hafa farið hamförum í sumar og alls hafa níu manns farið holu í höggi, þar af einn tvisvar en það er Björgvin Þorsteinsson margfaldur Íslandsmeistari. Það var einmitt Björgvin sem hóf faraldurinn um miðjan júlí í sumar. Nú síðast fór varaformaður Golfklúbbs Akureyrar, Rúnar Antonsson, holu í höggi. Draumahöggið sló hann á 18. holu sl. sunnudag.

Halla Sif Svavarsdóttir framkvæmdarstjóri GA, segir þetta einsdæmi í sögu klúbbsins. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu klúbbsins að svona margir hafi farið holu í höggi á einu sumri. Menn eru að tala um að yfirleitt hafi verið farið 2-3 sinnum hola í höggi. Það man hins vegar enginn eftir svona öðru eins,” segir Halla Sif.

Nýjast