Blómakerin á Ráðhústorgi fengu á sig sumarlegan og fagran blæ í morgun þegar nemendur í 3., 4. og 5. bekk í Oddeyrarskóla máluðu þau og skreyttu með hlýlegum litum. Það var Brynhildur Kristinsdóttir, myndmenntakennari í Oddeyrarskóla, sem stjórnaði verkinu en að því komu 20-25 nemendur skólans.