Málþing um umhverfismál haldið á Hótel KEA

Málþing um umhverfismál verður haldið á Hótel KEA á Akureyri miðvikudaginn 5. maí frá kl. 14.00-16.30. Yfirskrift þingsins er „ Margt smátt gerir eitt stórt - Hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir " Markmið með málþinginu er að vekja athygli á brýnum málaflokki sem skiptir okkur öll máli.  

Fjölbreyttir fyrirlestrar og umræður verða um allt frá því smáa til hins stóra varðandi umhverfismál. Fjallað verður um niðurstöður Loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og næstu skref í alþjóðlegu samstarfi. Hver er hnattræn staða umhverfismála nú, hvernig er norrænu umhverfissamstarfi háttað, hvað er að gerast í umhverfismálum á landsvísu og ekki síst hvað er að gerast í nágrenni okkar? Opnunarávarp flytur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Samstarfsaðilar um málþingið eru Norræna upplýsingaskrifstofan og Staðardagskrá 21 á Akureyri. Dagskrá málþingsins er aðgengileg á heimasíðunum  www.akmennt.is/nu og http://www.akureyri.is/. Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið!

Nýjast