Magni steinlá fyrir toppliðinu

Magni frá Grenivík sótti topplið ÍR heim í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. laugardag. Átta mörk voru skoruð á ÍR- vellinum og skoruðu heimamenn sex þeirra og fóru með 6-2 sigur af hólmi. Staðan í hálfleik var 4-2 fyrir heimamenn.

 

 

.

Gunnar Jósteinsson skoraði fyrra mark Magna í leiknum en annað markið var sjálfsmark ÍR- inga. Eftir 18 leiki hefur Magni 24 stig og er í fimmta sæti deildarinnar.

Nýjast