Magni vann góðan heimasigur um helgina þegar þeir lögðu Aftureldingu af velli í 13. umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í
knattspyrnu. Eitt mark var skorað á Grenivíkurvelli og það gerði Hreggviður Heiðberg Gunnarsson fyrir heimamenn á 89. mínútu leiksins og
tryggði Magna öll þrjú stigin í leiknum.