Magni gerði jafntefli í gær

Magni frá Grenivík gerði sitt annað jafntefli í röð í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu þegar liðið fékk Hvöt í heimsókn sl. þriðjudagskvöld en leikið var á Grenivíkurvelli. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir gestina en heimamenn náðu að krækja sér í stig með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Mörk Magna í leiknum skoruðu þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Ingvar Már Gíslason. Eftir 17. umferðir hefur Magni 24 stig í fimmta sæti deildarinnar.

Nýjast