Magna frá Grenivík hefur verið úthlutað 2 milljónum króna til endurnýjunnar á keppnisvalli og til framkvæmdar á nýju æfingasvæði, frá Mannvirkjasjóði KSÍ. Stjórn KSÍ úthlutaði alls 31 milljón til ellefu félaga til ýmissa verkefna.
Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Hæstu fjárhæðina fékk Selfoss eða um 10 milljónir króna.