Mældist á 222 kílómetra hraða

Bifhjól mældist á 222 kílómetra hraða á Svalbarðsstrandarvegi austan við Akureyri um eitt leytið sl. nótt. Ökumaður bifhjólsins var á leið til Akureyrar og hélt för sinni áfram þó að lögreglan hafi veitt honum eftirför. Ekki er víst að ökumaður bifhjólsins hafi hins vegar gert sér grein fyrir að lögreglan hafi mælt hann, svo mikill var hraðinn.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er þetta mesti hraði sem nokkur hefur mælst á í umdæmi lögreglunnar. Ökumaður bifhjólsins er ófundinn og mun að öllum líkindum komast upp með athæfið. Það þykir þó mikil mildi að enginn hafi slasast við þennan ofsaakstur.

Nýjast