Það var lögreglustjórinn á Akureyri sem ákærði manninn fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst sl. ráðist að manni fyrir utan Sjallann og slegið hann hnefahöggi á vinstri vanga, með þeim afleiðingum að hann hlaut smávægilegt mar á neðri vör vinstra vanga. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ofangreinda nótt verið með í vörslu sinni á almannafæri, samanbrjótanlegan vasahníf með 7 cm löngu blaði og 9 cm löngu skafti, en lögreglan fann hnífinn við leit á honum innanklæða. Maðurinn var sýknaður af þeirri ákærðu sem fyrr segir. Ákærði neitaði sök en kvaðst hins vegar ekkert muna frá umræddu kvöldi en hnífinn sagðist hann hafa fundið fyrr um daginn. Tveir lögregluþjónar sem voru á vakt sögðust fyrir dómi hafa séð ákærða slá Hafstein. Ákærði hefur þrátt fyrir fremur ungan aldur töluverðan sakaferil, þar á meðal fyrir líkamsárásir. Hann var því dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem ekki er unnt að binda skilorði. Þorsteinn Davíðsson kvað upp dóminn.