Lýstar kröfur í þrotabú Friðriks V um 70 milljónir króna

Alls var lýst kröfum í þrotabú veitingastaðarins Friðriks V á Akureyri að upphæð rúmlega 70 milljónir króna. Ingvar Þóroddsson skiptastjóri búsins segir að endanleg afstaða til krafna liggi ekki fyrir, en skiptafundur verður haldinn í byrjun júlí og þá segir hann að línur muni  skýrast.   

Hann segir að eitthvað verði  til skiptanna, en meðal eigna í búinu var talsvert lausafé. Því hefur m.a. verið ráðstafað til félags sem tók við reksti veitingastaðar í húsakynnum við Kaupvangsstræti,  þar sem Friðrik V var áður.

Nýjast