Það var því ljóst að þrátt fyrir hækkun komugjalda yrði að draga þjónustuna verulega saman og loka göngudeildinni á Akureyri. Nú nýlega ákvað Akureyrarbær að leggja göngudeildinni á Akureyri til um 50% af kostnaði deildarinnar. Þess vegna ákvað framkvæmdastjórn SÁÁ að reyna í góðri samvinnu við bæjarráð Akureyrar og íbúana á svæðinu að tryggja rekstur göngudeildarinnar. Ráðist verður í sérstakt átak þess vegna í kringum álfasöluna. Þetta kemur fram á vef SÁÁ.