Lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri frestað að sinni

Ákveðið hefur verið að fresta lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri að sinni en til stóð að loka deildinni þann 1. júní nk. vegna fjárskorts. Á árinu 2010 er SÁÁ ætlað að reka allt göngudeildarstarf fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir 40 milljónir króna. Kostnaðurinn við göngudeildarstarfið er áætlaður rúmlega 100 milljónir króna.  

Það var því ljóst að þrátt fyrir hækkun komugjalda yrði að draga þjónustuna verulega saman og loka göngudeildinni á Akureyri. Nú nýlega ákvað Akureyrarbær að leggja göngudeildinni á Akureyri til um 50% af kostnaði deildarinnar. Þess vegna ákvað framkvæmdastjórn SÁÁ að reyna í góðri samvinnu við bæjarráð Akureyrar og íbúana á svæðinu að tryggja rekstur göngudeildarinnar. Ráðist verður í sérstakt átak þess vegna í kringum álfasöluna. Þetta kemur fram á vef SÁÁ.

Nýjast