Guðmundur Karl sagði að suðvestan hvassviðri hefði verið að gera mönnum lífið leitt í Hlíðarfjalli í morgun og þótt lægt hefði um tíma, hefði hann rokið upp á ný. "Það er mun betri veðurspá fyrir morgundaginn, skíðabrekkan meðfram Fjarkanum er klár og við stefnum að því að opna kl. 10 í fyrramálið," sagði Guðmundur Karl.