Lögreglan stöðvaði bruggframleiðslu á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði bruggfarmleiðslu í einbýlishúsi í bænum í gær og lagði hald brugg og búnað. Við leit í húsinu fundust 13 lítrar af eimuðum spíra, tæpir 300 lítrar af gambra í gerjun og eimingartæki.  

Lögregla gerði leitina vegna gruns um bruggstarfssemi í húsinu, en húsráðendur sögðu að þetta væri til eigin nota. Lögrela telur hinsvegar að þá hefði alvarlegt áfengisvandamál blasað við á heimilinu. Þetta kemur fram á visir.is

Nýjast