Í íbúðinni hafði farið fram neysla fíkniefna skömmu áður en lögreglu bar að garði. Alls voru átta aðilar í íbúðinni og viðurkenndu tveir þeirra að eiga efnin. Fólkið var látið laust að loknum skýrslutökum og málið telst upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum um meint fíkniefnamisferli.