Í bókinni útskýrir Logi hvernig ferð í kirkjugarð varð til þess að hann ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná takmarki sínu. Hann komst á tindinn með Lemgo, varð stjarna og lifði lúxuslífi. Smáatvik í leik árið 2007 breytti hins vegar öllu og leiðin niður af toppnum var ísköld. Logi tekur lesandann með sér á bak við tjöldin í heimi atvinnumennskunnar og segir frá ýmsum skuggahliðum hennar. Þá er íslenska landsliðinu fylgt eftir og lýst stemningunni í liðinu þegar ólympíusilfrið var í höfn. Logi dregur ekkert undan og hlífir engum - allra síst sjálfum sér.
Logi og Henry Birgir ætla að heimsækja skóla á Akureyri á morgun og árita svo bókina í Eymundsson kl. 17.00.