"Við teljum ekki eðlilegt að sólarhringsbarneignarþjónusta sé eingöngu i boði á örfáum stöðum á landinu og að barnshafandi konur þurfi að ferðast svo klukkutímum skiptir til að fá þjónustu frá ljósmæðrum sem þær eiga rétt á. Í nýútkominni skýrslu Ljósmæðrafélags Íslands sem nálgast má hjá formanni Norðurlandsdeildar LMFÍ (inga@unak.is) koma fram tillögur um frekari uppbyggingu og framtíðarsýn varðandi barneignarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er lögð áhersla á aðgerðir sem skili raunverulegum sparnaði án þess að látið sé af öryggiskröfum og þjónustu við konur á landsbyggðinni. Við skorum á ráðamenn landsins að kynna sér fyrrnefnda skýrslu áður en þeir taka ákvarðanir um niðurskurð til heilbrigðismála á landsbyggðinni," segir í ályktun frá stjórn Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags Íslands.