Ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð á laugardag

Ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi verða tendruð laugardaginn 29. nóvember nk. kl. 15.45 en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.  Dagskráin hefst með fallegum jólatónum frá Big Bandi Tónlistarskólans á Akureyri.  

Tröllastrákarnir Lápur og Skrápur stíga svo á sviðið og sjá um að kynna dagskrána, auk þess sem  Leiðindaskjóða og Gáttarþefur verða á svæðinu og aðstoða þá félaga. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri heldur stutta tölu og Lasse Reimann sendiherra Dana á Íslandi gefur Akureyringum jólatréð.  Isak Godsk Rögnvaldsson  tendrar ljósin og þá er komið að jólasveinunum Bjúgnakræki, Kertasníki og Kjötkróki.  Þeir syngja og tralla eins og þeim er einum lagið.  Æskulýðskór Glerárkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og Lápur og Skrápur hefja upp raust sína í lokin.  

Nýjast