Friðrik er núverandi sölustjóri leiguflugs hjá Flugfélagi Íslands og hefur meðal annars verið ábyrgur fyrir umfangsmiklum leiguverkefnum Twin Otter á Grænlandi. Hann mun láta af störfum hjá Flugfélagi Íslands og snúa sér alfarið að þessum rekstri. Gert er ráð fyrir að nýir aðilar taki við rekstrinum frá 1. júní nk. Kaupverð er trúnaðarmál. Um er að ræða tvær Twin Otter flugvélar og tengdan rekstur en helstu verkefni hafa verið áætlunarflug út frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar, leiguverkefni á Grænlandi og viðhaldsverkefni í viðhaldsstöð félagsins á Akureyri. Um tuttugu manns vinna við rekstur Twin Otter vélanna á Akureyri, aðallega flugvirkjar og flugmenn.