Ekki eru þó allar breytingar á högum íslenskra skólanema jákvæðar. Líkt og á landinu í heild hreyfa nemendur á Akureyri sig minna en áður. Áfengisneysla barna á Akureyri er sjaldgæfari en reykingar aukast lítillega. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar um heilsu og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla landsins fyrr á þessu ári. Rannsóknin er alþjóðleg og tóku 40 lönd þátt. Síðast var sambærileg rannsókn gerð árið 2006. Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri mætti á síðasta fund skólanefndar og kynnti niðurstöðurnar.