Það snýst allt um fótbolta á Akureyri og fjölmargir sjálfboðaliðar koma að bæði N1- mótinu og Pollamótinu og skipa þeir hundruðum, enda gífurleg vinna á bak við tjöldin.
Sem dæmi um það má nefna að matseðillinn fyrir krakkana á N1- mótinu í gærkvöld var ekkert slor og hafa væntalega nokkrar mömmurnar staðið sveittar við eldhúsið að undirbúa matinnn, enda magnið gífurlegt eins og sést hér að neðan.
Matseðill frá því í gærkvöld fyrir krakkana á N1:
Bayonneskinka 450 kg.
Kartöflur 9000 stk.
Brún sósa með sveppum 1700 centilítrar.
Gulur maís 30 kg.
Rauðkál 60 kg.
Rabbabarasulta 18 kg.
Þessu var svo skolað niður með 600 lítrum af Pepsí !