Líf og fjör á Akureyri

Það er heldur betur líf og fjör á Akureyri þessa stundina þar sem N1- mótið í knattspyrnu er í fullum gangi á KA- svæðinu. Pollamótið hefst svo á Þórsvelli í fyrramálið og stendur yfir fram á laugardagskvöld. Mikill fjöldi gesta er kominn í bæinn og að sögn Tryggva Marinóssonar, forstöðumanns tjaldsvæðanna, fór fólk að streyma á tjaldsvæðin strax á þriðjudagskvöldið. Þrátt fyrir að von sé á töluverðum fjölda gesta til bæjarins þessa fyrstu stóru ferðahelgi ársins, reiknar Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn ekki með sérstakum viðbúnaði hjá lögreglu.

Það snýst allt um fótbolta á Akureyri og fjölmargir sjálfboðaliðar koma að bæði N1- mótinu og Pollamótinu og skipa þeir hundruðum, enda gífurleg vinna á bak við tjöldin.

Sem dæmi um það má nefna að matseðillinn fyrir krakkana á N1- mótinu í gærkvöld var ekkert slor og hafa væntalega nokkrar mömmurnar staðið sveittar við eldhúsið að undirbúa matinnn, enda magnið gífurlegt eins og sést hér að neðan.

Matseðill frá því í gærkvöld fyrir krakkana á N1:

Bayonneskinka 450 kg.

Kartöflur 9000 stk.

Brún sósa með sveppum 1700 centilítrar.

Gulur maís 30 kg.

Rauðkál 60 kg.

Rabbabarasulta 18 kg.

Þessu var svo skolað niður með 600 lítrum af Pepsí !

Nýjast