Lið MR hafði betur í bráðabana gegn MA í Gettu betur

Lið Menntaskólans í Reykjavík lagði lið Menntaskólans á Akureyri í úrslitaviðureign í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur nú í kvöld. Lokabarátta viðureignarinnar var mjög spennandi þar sem lið MA náði að knýja fram bráðabana með því að innbyrða sjö síðustu stigin í keppninni og jafna viðureignina 26-26. Í bráðabana hafði MR betur og tryggði sér sigur í keppninni 28-26. Úrslitakeppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind og var sýnd í beinni útsendingu Sjónvarps og send út á Rás 2.

Nýjast