Leikur ÍA og Þórs í beinni á SportTv í dag

ÍA og Þór mætast í 5. umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu á Skaganum í dag. ÍA var spáð góðu gengi í deildinni í sumar en hefur byrjað mótið illa og hefur eitt stig í næstneðsta sæti, en Þór er á ágætis siglingu í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig. Sigri Þór í dag komast þeir upp að hlið Víkings R. í öðru sæti deildarinnar.

Leikur ÍA og Þórs hefst kl. 18:00 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á SportTv.is.

Nýjast