Akureyri Handboltafélag tekur í kvöld kl.18:00 á móti Haukum í Íþróttahöllinni í N1deild karla í handbolta. Í Vikudegi sem kom út í gær er að finna viðtal við Rúnar Sigtryggsson þjálfara Akureyrar um leikinn, þar sem hann kemur m.a. inná mikilvægi heimavallarins.
Þá er rétt að koma því á framfæri að í auglýsingu á bls. 14 í blaðinu í gær er sagt að leikurinn hefjist kl.19:00 en hið rétta er að hann hefst kl.18:00 eins og áður sagði.