Akureyrarliðin Þór, KA og Þór/KA verða öll í eldlínunni um helgina á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Í 1. deildinni fer lokaumferðin fram á morgun og þar ræðst það hvort Leiknir eða Þór fylgir Víkingi í efstu deild. Í Pepsi- deild kvenna er Þór/KA í harðri baráttu við Breiðablik um Evrópusæti, þegar tveimur umferðum er ólokið. Þá hefst Íslandsmótið í íshokkí á morgun, laugardag.
Leikir helgarinnar:
Pepsi-deild kvenna
Sun. 19. sept. kl. 13:00. KR-völlur, KR-Þór/KA
1. deild karla
Lau. 18. sept. kl. 14:00. Þórsvöllur, Þór-Fjarðabyggð
Lau. 18. sept. kl. 14:00. Akranesvöllur, ÍA-KA
Íshokkí
Meistaraflokkur karla
Lau. 18. sept. kl. 18:30. Skautahöllin í Laugardal, SR-Jötnar
Meistaraflokkur kvenna
Lau. 18. sept. Skautahöllin í Laugardal, SR-Ynjurnar