Leikfélag Akureyrar frumsýndi sína 300. sýningu í kvöld

Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Rýminu í kvöld leikritið Þögli þjóninn, eftir Nóbelsverðlaunahafann Harold Pinter. Þetta var jafnframt 300. frumsýning félagsins og þá eru 50 ár liðin frá því að Þögli þjóninn var frumsýndur í Bretlandi. Leikarar í uppfærslu LA eru Atli Þór Albertsson og Guðmundur Ólafsson og var þeim vel fagnað í lok frumsýningar í kvöld.  

Þögli þjónninn fjallar um tvo menn sem eru í dularfullum erindagjörðum þriðja aðila og eru báðir í ákveðinni tilvistarkreppu í starfi. Þetta er gaman-drama leikrit og ættu allir að geta haft gaman af persónum og söguþræði verksins. Þögli þjónninn sló í gegn bæði á Broadway og West End og var verkið sýnt lengi á báðum stöðum,  sem er sjaldgæft með  drama-gaman sýningu. Uppselt er á fyrstu sýningar hjá LA.

Nýjast