Þögli þjónninn fjallar um tvo menn sem eru í dularfullum erindagjörðum þriðja aðila og eru báðir í ákveðinni tilvistarkreppu í starfi. Þetta er gaman-drama leikrit og ættu allir að geta haft gaman af persónum og söguþræði verksins. Þögli þjónninn sló í gegn bæði á Broadway og West End og var verkið sýnt lengi á báðum stöðum, sem er sjaldgæft með drama-gaman sýningu. Uppselt er á fyrstu sýningar hjá LA.