25. maí, 2010 - 22:09
Fréttir
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu var tekið fyrir erindi frá Guðbjörgu Ringsted, þar sem hún óskar eftir afnotum af Friðbjarnarhúsi til
að hýsa leikfangasafn og reka það í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og Akureyrarstofu. Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir
ánægju með erindið og telur að leikfangasafn eða sýning eigi vel heima í húsi Góðtemplara á Akureyri.
Stjórnin samþykkti að taka þátt í verkefninu með því að leggja til afnot af Friðbjarnarhúsi, aðstoð við
uppsetningu, kynningu og markaðssetningu. Framkvæmdastjóra var falið að ganga frá samningi um stuðning við verkefnið.