Leiðsögn um ljósmyndasýningu Minjasafnins á sunnudag

Hefur þu séð eina fyrstu íslensku paparazzi myndina?  Hefur þú séð mynd af fyrstu konunni sem kaus á Íslandi ? Viltu kynnast ljósmyndurnum Tryggva Gunnarssyni, Önnu Schöth, Vigfúsi Sigurgeirssyni og  Tryggva Gunnarssyni ásamt fleirum? Nú er tækifærið því sunnudaginn 25.júlí kl 14 mun  Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, leiða gesti í gegnum sýninguna  svara fyrirspurnum og segja sögur eins og honum einum er lagið.   

Sýningin  „FJÁRSJÓÐUR - tuttugu ljósmyndarar frá Eyjafirði 1858-1965" er yfirlit yfir ljósmyndun á Eyjafjarðarsvæðinu og er er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga. Hún samanstendur af ljósmyndum úr ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri, sem er þriðja stærsta á landinu sinnar tegundar, auk ljósmynda fengnum að láni frá Þjóðminjasafni Íslands. 

Myndir eftir nánast óþekktan ljósmyndara að nafni Árni Stefánsson frá Litla-dal, koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti ásamt merkum frummyndum Tryggva Gunnarssonar sem teknar voru 1865 á Akureyri auk fyrstu myndanna sem teknar voru á Húsavík 1866. Afkastamestur ljósmyndaranna hvað varðar kynningu á sér og sínum verkum var Vigfús Sigurgeirsson. Hann hélt sýningu í Hamborg 1935, í höfuðborgum Norðurlandanna 1937 og í New York 1939. Hann gaf meðal annars út fyrstu ljósmyndabókina á Íslandi árið 1930. Frummyndir hans af sýningunum utanlands má nú sjá á Minjasafninu.

Fimmtungur ljósmyndaranna tuttugu sem fjallað er um á sýningunni eru konur. Sú þekktasta er Anna Schiöth annar kvenljósmyndari landsins. Hún rak ljósmyndastofu á Akureyri samfellt í 20 ár. Auk hennar voru þær Engel Jensen, Anna Magnúsdóttir og Guðrún Funk Rasmussen að störfum á þessu tímabili hér í bæ.

Nýjast