10. nóvember, 2010 - 09:13
Fréttir
Lögreglan á Akureyri rannsakar hver gæti hafa beint sterkum lasergeisla að stjórnklefa flugvélar Flugfélags Íslands þegar hún kom inn
til lendingar á Akureyri í gærkvöld. Talið er að geislinn hafi borist frá Vaðlaheiðinni og að hjólför þar tengist málinu.
Málið er litið alvarlegum augum, þar sem slíkt athæfi getur stefnt öryggi farþegar og áhafnar í hættu.