Lárus Orri hefur sagt upp störfum

Lárus Orri Sigurðsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu. Lárus var að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari liðsins og hafði sett sér það markmið að fara með liðið upp í úrvalsdeild í sumar. Frá þessu var greint á fotbolti.net. Í samtali við Vikudag í kvöld segir Unnsteinn Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Þórs, að samskiptamál milli Lárusar og stjórnarinnar hafa valdið afsögninni.

  Unnsteinn gat ekki tjáð sig frekar um málið þar sem knattspyrnudeild Þórs sat á fundi um framhaldið. Stutt er í næsta leik hjá Þór en liðið sækir Grindavík heim í VISA- bikarnum á fimmtudaginn kemur.

Nýjast