Lárus Orri hættur að leika með Þór

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með liðinu og muni framvegis einbeita sér eingöngu að þjálfun liðsins. Hann segir margar ástæður hafa spilað inn í ákvörðun sína.  

"Það er svo margt, líkaminn er bara búinn, það er ekkert flóknara en það, ég hef verið ná einum og einum leik og svo er bara kominn tími til að aðrir taki við," segir Lárus Orri. Hann segir ákvörðunina ekki hafa verið erfiða, enda hafi hann oft verið lengi að jafna sig eftir leiki, þannig að það hafi í raun verið sjálfhætt. Hann kveðst mjög sáttur með sinn feril sem spannar um 18 ár og þar af 10 ár í atvinnumennsku.

Nýjast