Lárus Orri gengur til liðs við Skagamenn

Lárus Orri Sigurðsson er afar óvænt genginn í raðir Skagamanna frá Þór. Þetta staðfesti Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í samtali við Fótbolta.net. Lárus Orri þjálfaði Þór í sumar en hætti vegna erfiðleika í samskiptum við aðalstjórn félagsins. Hann kom til Þórs árið 2005 og lék 61 leik og skoraði 4 mörk í þeim leikjum.  

Hann lék ekkert með liðinu í sumar en hefur ákveðið að taka fram skóna og leika með ÍA út sumarið.  ,,Við erum búnir að vera í vandræðum með hafsentana okkar, það hafa verið mikil meiðsli hjá þeim frá því í vor," sagði Þórður í samtali við Fótbolta.net í dag.  ,,Við höfum verið að leita erlendis og innanlands að styrkingu. Það hefur lítið gengi erlendis þannig að okkur datt það ráð í hug að tala við Orra. Hann er gamall Skagamaður og hann var tilbúinn að koma og aðstoða okkur. Hann er örugglega í fínu formi. Hann æfði í allan vetur með Þórsurum og spilaði marga leiki þannig að ég hef engar áhyggjur af því."
Lárus á að baki 42 A-landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Hann lék á ferli sínum til að mynda með West Brom og Stoke og gerði vel. Árni Thor Guðmundsson mun ekkert leika með Skagamönnum í sumar vegna meiðsla og Heimir Einarsson hefur einnig einungs komið við sögu í þremur leikjum.

Nýjast